Samheitalyf

Hagkvæmur og aðgengilegur meðferðarkostur fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk

Sem leiðandi framleiðandi samheitalyfja á heimsvísu skilur Teva Pharmaceuticals mikilvægi þess að búa til örugg gæðalyf sem eru aðgengileg og ódýr. Við trúum því að allir eigi að hafa aðgang að gæðalyfjum til að hjálpa til við að meðhöndla sjúkdóma, berjast við sýkingar eða bæta einfaldlega heilsuna.

Um 200 milljón manns um allan heim nota eitt af lyfjum okkar á hverjum degi. 01 Þess að auki innihalda mörg lyfseðilsskyld lyf sem framleidd eru af öðrum fyrirtækjum virk lyfjaefni sem framleidd eru af Teva.

Sjúklingar greiða venjulega minna fyrir samheitalyf þó þeir fái sama lyf og er í frumlyfinu sem læknirinn skrifar upp á fyrir þá.

Við erum staðráðin í að búa til ódýr gæða lyf fyrir fleira fólk á fleiri stöðum um allan heim. Vísindamenn okkar eru nú að þróa meira en 800 samheitalyf 02 sem miða að því að auka aðgengi að meðferðum sem geta bætt heilsu sjúklinga og sparað heilbrigðisgeiranum milljarða. Teva heldur áfram að berjast fyrir heilbrigðari heimi.

Sjáið Algengar spurningar til að læra meira um samheitalyf >>


  1. Back to contents.

    Innri greining sem gerð var af Global Insights, Access & Technologies sem lagði mat á fjölda Teva notenda. Tilv. 1 dagsett ágúst 2016; tilv. 2 dagsett apríl 2019

  2. Back to contents.

    Heimild fyrirgögn: Global Generic R&D Pipeline frá júní 2019