Birting upplýsinga/DC

Hér neðar má finna upplýsingar á grundvelli reglna um birtingu upplýsinga, the Disclosure Code. Um er að ræða greiðslur vegna samstarfs við heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir frá og með árinu 2016. En hvers vegna eru þessar upplýsingar birtar opinberlega með þessum hætti?

Samstarf heilbrigðisstarfsfólks og lyfjafyrirtækja hefur haft jákvæð áhrif á þróun meðferða og lyfja. Þessir aðilar taka iðulega höndum saman við rannsóknir og fræðslu, til hagsbóta fyrir sjúklinga.

Með innleiðingu siðareglna hafa lyfjafyrirtækin og heilbrigðisstarfsfólk unnið að því að efla þær reglur sem samstarf þeirra byggist á. Almenningur á að geta treyst því að slíkt samstarf hafi ekki áhrif á klínískar ákvarðanir og að heilbrigðisstarfsfólk ráðleggi, veiti eða kaupi viðeigandi meðferð og þjónustu sem byggist eingöngu á klínískum niðurstöðum og reynslu.

EFPIA, Frumtök og öll aðildarfyrirtæki þess styðja þessar reglur um birtingu upplýsinga. Reglurnar kveða á um að öll aðildarfyrirtæki birti upplýsingar um greiðslur til heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisstofnana frá og með árinu 2016. Þær greiðslur sem reglurnar ná til eru t.d. styrkir til heilbrigðisstofnana, ráðgjafagreiðslur fyrir fyrirlestra, ferða- og dvalarkostnaður og skráningargjöld á ráðstefnur.

Hér birtast skýrslur Teva (áður Actavis) fyrir samskipti frá árinu 2016 og eru upplýsingarnar birtar í samráði við og með samþykki viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns.

PDF icon.png Teva Pharma Iceland ehf - DC - 2022 (PDF, 179 KB).

PDF icon.png Teva Pharma Iceland ehf - DC - 2021 (PDF, 179 KB).

PDF icon.png Teva Pharma Iceland – DC – 2020 (PDF, 669 KB).

PDF icon.png EFPIA Disclosure Methodological Notes External Iceland May 2023 (PDF, 653 KB).

PDF icon.png EFPIA Disclosure Methodological Notes External Iceland May 2022 (PDF, 653 KB).

Disclosure of Patient Organizations