Að vinna hjá Teva

Saman stuðlum við að því að gera vellíðan að lífsstíl. Markmið okkar er að hjálpa þér að vera besta útgáfan af þér – bæði í vinnu og heima.

Teva á Íslandi

Á skrifstofum okkar í Hafnarfirði má finna sölu- og markaðssvið Teva á Íslandi, alþjóðlegar stoðeiningar, m.a. á sviði lyfjaskráninga, gæðamála og fjármála, auk höfuðstöðva Medis sem selur lyf og lyfjahugvit til þriðja aðila.

Starfsfólk okkar á Íslandi er rúmlega 100 talsins með fjölbreytta menntun, starfsreynslu og bakgrunn, m.a. á sviði vísinda, heilbrigðismála og viðskipta.

Styrkurinn felst í starfsfólkinu okkar

Hjá Teva vinnum við saman að því að gera bætta vellíðan að lífsstíl. Markmið okkar er að hjálpa þér og fjölskyldu þinni að vera upp á ykkar besta –bæði í vinnu og heima.

Fjölbreytni og aðgengi: Þetta snýst um að öll okkar kunni að meta sérhvert okkar

Stuðningur við fjölbreyttan mannauð okkar og að skapa góða menningu fyrir alla er bæði viðskiptaleg nauðsyn og tækifæri til að komast í betra samband við sjúklinga okkar, samstarfsfólk og samfélag. Starfsfólk Teva hefur fjölbreytta reynslu, getu og sýn á heiminn sem gefur okkur nýtt innsæi og tækifæri til að þróa menningu sem hentar öllum betur. Við reynum að búa til vinnuumhverfi þar sem allt starfsfólk er virkt í starfi og veit að þeirra framlag er mikilvægt til að bæta heilsu og líðan fólks.

Þroskastu með þeim færustu: Þróun í starfi

Við hjá Teva teljum að leiðtogahæfni snúist um að vera ævilangt að læra nýja hluti.

Sem kraftmikið fyrirtæki erum við staðráðin í að styðja við áframhaldandi þróun starfsfólks okkar og bjóðum upp á fjölbreytt úrval sérsniðinna námskeiða og úrræða til að styðja við vöxt þinn í starfi, þróun leiðtogahæfileika þinna og starfsframa. Þessi úrræði taka bæði til verkefna á vinnustað og á netinu sem og annarra tækifæra fyrir starfsfólk á öllum stigum og sviðum fyrirtækisins. 

Stjórnendur eru einnig hvattir til að kanna mörk sín, þroskast sem einstaklingar og læra nýjar leiðir við vinnu sem mun veita tækifæri til að skapa og viðhalda möguleikum á að gera frábæra hluti. Á meðan ábyrgð á eigin þroska í starfi er í höndum hvers og eins, hvetur Teva í mörgum löndum fólk til að verða sér úti um formlega menntun. Þegar það er hægt, kunnum við að veita fjárhagslega styrki til þess.  

Samfélagsleg áhrif: Láttu að þér kveða

Áhersla okkar á að bæta heilsu endurspeglast í fjölda verkefna sem bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu og leiða til vellíðunar í samfélögunum sem við búum og störfum í. Sjálfboðastörf starfsfólks eru kjarnaþáttur í samfélagsáætlun okkar en við vinnum með góðgerðarsamtökum í fjölmörgum verkefnum til að bæta heilsu sjúklinga.