Þor til að vera öðruvísi

Hjálpaðu Teva að bæta líf fólks um allan heim.

Teva hefur ræktað metnað sinn í meira en öld og er í dag leiðandi á heimsvísu á sviði samheitalyfja og lífefnalyfja og eitt af 15 fremstu fyrirtækjunum í heiminum í lyfjaiðnaðinum 01.

Með yfir 40.000 starfsmenn í 60 löndum út um allan heim 02, fæst fjölbreytt viðhorf, reynsla og hæfileikar í Teva, sem er lykillinn að áframhaldandi velgengni. Kraftmikil fyrirtækjamenning okkar gefur þér tækifæri til að breyta lífi fólks á raunverulegan hátt og efla starfsferil þinn á sama tíma.

Ertu með góðar hugmyndir?

Teva er vinnustaður þar sem góðar hugmyndir fá að blómstra. Við trúum á valdeflingu starfsfólks okkar, gefum þeim nýjar áskoranir og leyfum þeim að vaxa og þróast í starfi. Við látum starfsfólkið okkar fá:

  • Fjölbreytt starfs- og sérhæfnisvið
  • Skapandi fyrirtækjamenningu
  • Tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar

Innbyggð nýsköpun

Nýsköpun er kjarni alls sem við gerum hjá Teva. Til að vera leiðandi í síbreytilegu umhverfi, notum við skapandi, heildræna nálgun við þróun lyfja og fleira – frá nýjum sameindum og líftæknimeðferðum í flókin samheitalyf, stafrænan búnað og framúrstefnulegar framleiðsluaðferðir. Við erum að þróa aðgengileg, hágæða meðferðarúrræði sem falla að þörfum sjúklinga til að bæta líf þeirra.


  1. Back to contents.

    Byggt á tekjuupplýsingum úr opinberum gögnum frá 2018

  2. Back to contents.

    Ársreikningur Teva 2018