Að reka ábyrgt fyrirtæki

Teva telur það fyrirtæki ábyrgt sem setur og framfylgir traustum viðskiptaháttum og eftirliti sem tryggir að öll starfsemi fari fram á siðferðilegan og gagnsæjan hátt. Þar sem við erum fyrirtæki með starfsemi um allan heim, sem hefur áhrif á heilsu og öryggi milljóna manna, gerum við okkur grein fyrir ábyrgðinni á að reka fyrirtækið af heilindum og vernda bæði umhverfið og starfsfólkið okkar. Með því að starfa á þennan hátt tryggjum við sjálfbærni til langs tíma og gerir okkur kleift að einbeita okkur að því sem mestu máli skiptir—að efla heilsu fólks.

Við rekum ábyrgt fyrirtæki með því að leggja áherslu á reglufylgni, siðferði og gagnsæi, með því að vernda umhverfið, auka sjálfbærni í allri aðfangakeðjunni, tryggja öryggi sjúklinga og hvetja okkar fólk til að leggja sig fram um þetta og veita því stuðning.

Reglufylgni, siðferði og gagnsæi

Við gerum kröfur til okkar um að fylgja ströngustu faglegu og siðferðislegu stöðlum, en það endurspeglar siðferðisleg gildi okkar. 360-gráðu nálgun okkar að reglufylgni var þróuð til að stuðla að menningu sem felur í sér siðferði og heiðarleika. Þetta felst í þjálfun í siðareglum fyrir alla nýja starfsmenn, þjálfunarlotum í siðferðislegri hegðun og kerfi sem ver fyrirtækið innan frá í gegnum „Office of Business Integrity“ áætlunina, embætti/skrifstofu um viðskiptaheilindi. 

Sjálfbærni umhverfisins

Sem leiðandi söluaðili gæðasamheitalyfja og virkra innihaldsefna lyfja (e. active pharmaceutical ingredients), með framleiðslusetur á 70 stöðum í heiminum, telst það til grundvallarábyrgðar af okkar hálfu að fylgja öllum viðeigandi lögum, reglugerðum og öðrum kröfum um umhverfisvernd. Við leggjum okkur fram um að draga úr framleiðsluáhrifum, erum í samstarfi við hagaðila og innleiðum umhverfis-, heilsu- og öryggisstjórnunarkerfi (Global Environment Health and Safety Management System) Teva til að tryggja að við stjórnum áhættu, með tilliti til umhverfisins, heilsu og öryggis og sinnum skyldum um reglufylgni og framkvæmd á hagkvæman hátt.

Aðfangakeðja

Við ætlumst til að ströngustu stöðlum um siðferði sé fylgt gegnum alla aðfangakeðjuna vegna þess að birgjar gegna ómissandi hlutverki í starfseminni og hafa áhrif á getu okkar til að útvega sjúklingunum okkar gæðalyf á hverjum degi. Við fylgjumst með úrbótaaðgerðum áhættusamra birgja, aukum fjölbreytni birgja og eigum frumkvæði ásamt lykilsamstarfsaðilum að því að auka sameiginleg verðmæti í aðfangakeðju atvinnugreinarinnar.

Öryggi sjúklinga

Teva beitir alhliða, gagnsærri og ósveigjanlegri nálgun með tilliti til lyfjagæða og öryggis. Það felur í sér nákvæmt eftirlit með öllum okkar lyfjum, sem fer fram með mati á öllum stigum ferlisins og með því að greina tækifæri til að draga úr hættu á fölsuðum lyfjum. 

Starfsfólkið okkar

Þegar starfsfólkið okkar leggur sig fram og er heilbrigt og öruggt, getur það náð sínum besta árangri í starfi. Það er á okkar ábyrgð að fjárfesta í vellíðan þeirra og árangri og skapa auðgandi og gefandi starfsumhverfi. Við styðjum starfsfólk okkar með heilsu- og vellíðunarnámskeiðum, leiðtoga- og starfsþróunarþjálfun og framtaksverkefnum sem ætlað er að annast öryggi þeirra.