Grunngildi okkar

Það sem við gerum daglega skiptir máli

Við vinnum af ástríðu og ákveðni til að bæta heilsu. Vinnumenning okkar snýst ekki aðeins um hvað við gerum heldur hvernig við gerum það.

Gildin okkar standa fyrir því sem við trúum á, þau sýna okkar bestu hliðar og leiðbeina okkur í öllu starfi okkar. Markmið okkar og gildi koma frá starfsmönnum okkar. Þau þróuðust upp úr sögum sem sýna okkar einstaka anda og menningu og þau endurspegla þá eiginleika sem gera fyrirtækið einstakt.

Markmið Teva er að vera leiðandi á heimsvísu á sviði samheitalyfja og líftæknilyfja og bæta þannig líf sjúklinga.

Það gefur öllu því sem við gerum merkingu og þau eru ástæða þess að við mætum í vinnuna dag hvern. Þetta snýst um okkur, starfsfólk Teva, metnað okkar, hæfni, getu sem og ástríðu og mannlegt eðli til að bæta líf og heilsu almennings um allan heim. Markmið okkar og gildi tryggja að sjúklingar okkar, viðskiptavinir, félagar og samfélag séu í forgangi við hverja ákvörðun sem við tökum.

Values_Iceland-02.png

Vísum veginn
Við ætlum okkur að vera leiðandi í greininni og til fyrirmyndar í síbreytilegu umhverfi. Við leggjum mikinn metnað í að vera fyrst á markað og nýta markaðstækifæri. Við trúum því að forysta gerist með fólki og í gegnum fólk.

Values_Iceland-03-new 150X150.png

Einbeiting og áreiðanleiki
Við einbeitum okkur í öllu sem við gerum. Við setjum okkur skýr markmið og beinum kröftum okkar, athygli og orku í að ná árangri. Við gerum það sem við segjum og tökum ábyrgð á gjörðum okkar og afleiðingum þeirra.

Values_Iceland-04.png

Gerum hlutina saman
Við vinnum öll fyrir eitt félag, Teva. Með því að vinna saman á skilvirkan hátt, samstíga og í nánu samstarfi, getum við nýtt heildarkrafta okkar til að ná árangri.

Values_Iceland-05.png

Nýsköpun þar sem verðmæti verða til
Við stundum nýsköpun til að skapa verðmæti fyrir sjúklinga, samstarfsaðila okkar í heilbrigðiskerfinu og haghafa okkar. Við erum sífellt að leita að frumlegum og betri leiðum til að skara fram úr, til að skapa lausnir fyrir óuppfylltar þarfir nútímans og framtíðarinnar.

Values_Iceland-06.png

Umhyggja
Við erum umhyggjusöm. Okkur er umhugað um velferð sjúklinga okkar, umönnunaraðila og samfélögin sem við störfum í. Okkur er umhugað um samstarfsfólk; og miðum að því að skapa vinnuumhverfi fyrir alla þar sem virðing og fjölbreytni fær að njóta sín.

Values_Iceland-01.png

Gerum fjölskyldur okkar stoltar
Teva bætir heilsu og stuðlar að vellíðan fólks á hverjum degi. Við gerum það með því að vinna heilshugar að því að viðhalda hæstu gæðastöðlum sem og hæstu stöðlum í siðferðis- og reglufylgnimálum.

Deila þessari síðu á: