Notkunarskilmálar

Teva Pharmaceuticals Industries Ltd. að 5 Basel Street, Petach Tikva 49131, Ísrael („Teva“) viðheldur þessari vefsíðu („vefsíðan”) til að láta þér í té persónulegar upplýsingar, fræða þig og til að hafa samskipti við þig. Þó þér sé frjálst að vafra um síðuna skaltu hafa hugfast að aðgengi þitt að síðunni er veitt í samræmi við eftirfarandi skilmála og ákvæði („skilmálar“) og öll gildandi lög.

1. Samþykki þessara skilmála

Með því að fara inn á og vafra um síðuna samþykkir þú án takmarkana eða varnagla þessa skilmála. Þú staðfestir að þessir skilmálar ganga framar öðrum samningum milli þín og Teva varðandi síðuna að því leyti sem þeir stangast á við þessa skilmála. Ef þú ert ekki samþykk/ur þessum skilmálum mátt þú ekki nota síðuna.

Teva má á hvaða tíma sem er endurskoða þessa skilmála með því að uppfæra þessa færslu. Þú ert bundinn slíkum endurskoðunum. Þess vegna ættir þú reglulega að heimsækja þessa síðu til að skoða uppfærða skilmála sem þú ert bundinn af.

2. Hugverkaréttur

Teva mun verja hugverkarétt sinn á ágengan hátt að eins miklu leyti og heimilt er samkvæmt lögum, t.d. með sakamálaferlum.

Allar hugverkaréttavarðar eignir, vörumerki, vörunöfn, firmamerki, þjónustumerki, einkaréttur, höfundarréttur eða viðskiptaleyndamál sem sýnd eru á síðunni (saman „hugverk“) þar með talin nöfn Teva og Copaxone eru skráð og óskráð hugverkaréttindi Teva og annarra. Ekkert sem á síðunni er skal túlka þannig að það veiti samkvæmt útleiðingu, hafi sem lagalega afleiðingu eða veiti á annan hátt leyfi eða réttindi til nota hugverk án skriflegs leyfis Teva eða þess þriðja aðila sem kann að eiga hugverkið.

Þú ættir að gera ráð fyrir að allt sem þú sérð eða lest á síðunni sé höfundarréttavarið og að þú megir ekki nota það án skriflegs leyfis Teva nema að því leiti sem þessir skilmálar, leyfa eða texti á síðunni. Ljósmyndir af fólki eða stöðum sem sýndar eru á síðunni eru annað hvort eign eða notaðar af Teva með heimild. Notkun þín á þessum myndum, eða einhvers með heimild frá þér er óheimil nema annað komi sérstaklega fram í þessum skilmálum eða annarstaðar á síðunni. Óheimil notkun á myndum getur brotið höfundarréttarlög, vörumerkjalög, lög um einkalíf og auglýsingar og lög og reglur um miðlun, opinbera birtingu og samskipti.

Þú mátt hala niður efni sem sýnt er á síðunni ef það er ekki gert í atvinnuskyni heldur aðeins til persónulegra nota, svo fremi sem þú varðveitir tilkynningar um höfundarrétt eða annan eignarrétt sem fylgja efninu eða koma fram á síðunni. Þú mátt hinsvegar ekki dreifa, breyta, senda, nota aftur, birta aftur, afrita, prenta, gefa út leyfi fyrir eða nota efni á síðunni, þ.m.t. texta, myndir, hljóð og kvikmyndir til opinberra birtinga eða í atvinnuskyni.

3. Notkun síðunnar

Það er stranglega bannað að nota eða gefa slóð á efni á síðunni nema að því leyti sem heimilað er í þessum skilmálum.

Teva hefur ekki farið yfir allar síðunar sem eru með slóð á síðuna og ber ekki ábyrgð á efni á síðum sem eru ekki hluti af síðunni eða öðrum síðum sem hún er tengd við. Þú heimsækir aðrar síður sem eru ekki hluti af síðunni á eigin áhættu.

Allar upplýsingar og efni sem þú sendir síðunni með tölvupósti eða öðruvísi þ.m.t. gögn, spurningar, athugasemdir og uppástungur eða annað slíkt eru ekki né verða meðhöndluð sem trúnaðargögn né gögn í þinni eigu. Teva og hlutdeildarfélög þess mega nota allt sem þú sendir eða birtir í hvaða tilgangi sem er þ.m.t. án einskorðunar við, afritunar, opinberunar, sendingar, útgáfu, útsendingar og birtingar. Teva má einnig nota allar hugmyndir, hugtök, þekkingu eða tækni sem er innifalin í sendingu til síðunnar í hvaða tilgangi sem er þ.m.t. án einskorðunar við þróunar, framleiðslu, markaðsetningar og að selja vöru sem nota slíkar hugmyndir, hugtök, þekkingu, aðferðir eða tækni.

Síðan kann að innihalda upplýsingar um alþjóðlegar vörur og þjónustu sem eru ekki endilega fáanlegar alls staðar. Tilvísun í vöru eða þjónustu á þessari síðu þýðir ekki að slík vara eða þjónusta sé fáanleg þar sem þú ert. Vörur sem vísað er til á þessari síðu geta lútið ólíkum reglum eftir því í hvaða landi þær eru notaðar. Þar af leiðandi getur gestum á þessari síðu verið tilkynnt að ákveðnir hlutar síðunnar séu aðeins ætlaðir notendum með sérfræðiþekkingu eða bara fyrir fólk staðsett í ákveðnum löndum. Þú ættir ekki að túlka neitt á þessari síðu sem auglýsingu eða kynningu á vöru eða fyrir notkun á vöru sem ekki er heimild fyrir í lögum í því landi þar sem þú býrð.

4. Undantekningar og takmörkun ábyrgðar

Þó að Teva muni sýni réttmæta viðleitni í að leiðrétta villur eða yfirsýn eins fljótt og hægt er eftir að okkur hefur verið sagt frá þeim, þá tryggjum við ekki að síðan verði alltaf uppi án hlés og að fullu starfhæf né að upplýsingar sem koma fram á síðunni verði lausar við villur eða yfirsýnir. Hlé getur verið gert á aðgangi að síðunni eða efni á henni tímabundið og án tilkynningar í tilfellum kerfisbilunar, nauðsynlegs viðhalds eða viðgerðar eða af ástæðum sem Teva ræður ekki við.

Þó að Teva kunni stundum að fylgjast með eða lesa yfir samtöl, spjöll, birtingar, sendingar, samskiptaþræði og annað þvílíkt á síðunni er Teva ekki skuldbundið til að gera slíkt og tekur ekki ábyrgð á eða ber skaðabótaábyrgð vegna efnis á slíkum stöðum né vegna villu, ærumeiðinga, meiðyrða, rógburðs, yfirsýna, ósanninda, kynningarefnis, dónaskaps, kláms, blótsyrða, hættu, opinberunar á persónuupplýsingum eða ónákvæmni sem er í slíkum upplýsingum eða á slíkum stöðum á síðunni. Þér er bannað að birta eða senda efni sem er ólöglegt, til kynningar, felur í sér hótun eða meiðyrði, er dónalegt, veldur hneyksli, inniheldur ærumeiðingar eða klám eða blótsyrði eða efni sem gæti leitt eða hvatt til hegðunar sem álitin væri glæpsamleg, gæti leitt til skaðabótamáls eða bryti á annan hátt lög. Teva mun að fullu starfa með lögregluyfirvöldum eða réttartilskipun sem biður eða skipar Teva að upplýsa um auðkenni þess sem birti slíkar upplýsingar eða efni.

Teva viðheldur síðunni sem þjónustu við netsamfélagið. Síðan er hönnuð til að veita almennar upplýsingar um Teva og vörur þess. Þessar síður eru ekki ætlaðar til að veita fjárfestingar- eða læknisfræðileg ráð né veita þeir leiðbeiningar um viðeigandi notkun á vörum sem eru framleiddar eða seldar af Teva eða vörum sem nú eru í þróun hjá Teva eða dótturfélögum þess, tengdum félögum, leyfishöfum eða samstarfsaðilum þess. Upplýsingar á síðunni sem snúa að vörum sem samþykktar hafa verið á markað eru að öllu leyti háðar og vísa til þeirra upplýsinga sem fylgja vörunni í sölu. Notendur síðunnar ættu að vera meðvitaðir um að enn hafa eftirlitsaðilar ekki staðfest að vörur sem hún tilgreinir og eru í þróun séu öruggar eða virki og þær eru ekki samþykktar til nota nema í klínískum rannsóknum.

Ekkert á síðunni skal túlka sem boð eða tilboð til að fjárfesta í eða stunda viðskipti með verðbréf eða American Depositary Receipts í Teva. Raunverulegar niðurstöður og þróun getur verið efnislega önnur en spár, álit eða vonir sem látnar eru í ljós á þessari síðu gera ráð fyrir og ekki skal reiða sig á að fyrra gengi verðbréfa sé leiðbeinandi fyrir gengi þeirra í framtíðinni.

Notkun þín á og vafur þitt á síðunni er á eigin áhættu. Hvorki Teva né annar aðili sem tók þátt í að búa til, framleiða, hýsa eða koma síðunni á fót er ábyrgur fyrir beinu, tilfallandi eða óbeinu tjóni sem hlýst af notkun þinni á síðunni eða efni hennar eða refsibóta sem lagðar verða á þig vegna þess. Án þess að takmarka það sem áður hefur komið fram þá er allt á síðunni látið þér í té „EINS OG ÞAÐ KEMUR FRAM“ ÁN ÁBYRGÐAR AF NOKKRU TAGI, HVORKI TILGREINDRAR NÉ AFLEIDDAR Þ.M.T. ÁN EINSKORÐUNAR VIÐ ÁBYRGÐ UM SÖLUHÆFI, HÆFI TIL ÁKVEÐINNAR NOTKUNAR EÐA UM BROT GEGN RÉTTINDUM. Vinsamlegast athugið sumar lögsögur heimila ekki undantekningar um afleidda ábyrgð, svo sumar af útilokunum eiga e.t.v. ekki við þig. Kannaðu lög í landi þínu varðandi bann eða takmörkun á undantekningum um afleidda ábyrgð

Teva tekur ekki ábyrgð á og er ekki skaðabótaskylt fyrir tjóni á eða vírusum sem kunna að sýkja tölvubúnað þinn eða aðra eign vegna aðgangs að, notkunar á eða vafurs um síðuna eða niðurhali á efni, gögnum, texta, myndum, kvikmyndum eða hljóði af síðunni.

Ekkert í þessum skilmálum og ákvæðum skal fella niður eða takmarka skaðabótaskyldu Teva vegna dauða eða líkamlegstjóns sem hlýst vegna vanrækslu eða vegna annars skaða sem ekki er hægt að fella niður eða takmarka samkvæmt gildandi lögum.

5. Gagna- og persónuvernd

Verndun gagna þinni og persónuupplýsinga er okkur mikilvæg. Vinsamlegast lesið persónuverndarstefnu Teva fyrir mikilvægar upplýsingar um hvernig við notum persónuupplýsingar þínar á síðunni og um réttindi þín varðandi það.

6. Almennt

Ef einhver af þessum skilmálum eru talin vera ólöglegur, ógildur eða að öðru leyti óframfylgjanlegur samkvæmt lögum skal að því leyti og í lögsögunni sem sá skilmáli er ólöglegur, ógildur eða óframkvæmanlegur skal hann aðskilin og hann tekinn úr þessum skilmálum en eftirstandandi skilmálar skulu standa og gilda og halda áfram að vera bindandi og framfylgjanlegir.

Þessir skilmálar skulu lúta og vera túlkaðir samkvæmt lögum Ísraelríkis. Ágreiningar sem rísa í sambandi við þessa skilmála skulu eingöngu vera útkljáðir fyrir rétti dómstóla í Tel Aviv, Ísrael.

7. Almennt

Ef þú ert með spurningar varðandi þessa skaltu hafa samband.