Persónuverndar- og vafrakökutilkynning

Þessi persónuverndar- og vafrakökutilkynning („tilkynningin“) er gefin út af Teva Pharmaceutical Industries Ltd. og Teva Pharma Iceland ehf („Teva“). Þú getur séð lista yfir öll hlutdeildarfélög Teva á þessu vefsvæði: http://www.tevapharm.com. Í þessari tilkynningu er vísað til Teva sem „við“, „okkur“ og „okkar.“

1. Gildissvið þessarar tilkynningar

Þessi tilkynning lýsir því hvernig við notum persónuupplýsingar þínar og persónuverndarréttindum þínum, þ.m.t. rétti þínum til að andmæla tiltekinni vinnslu sem við framkvæmum. Nánari upplýsingar um réttindi þín, og hvernig þú getur nýtt þau, er að finna í kaflanum með yfirskriftinni „Hvernig við geymum upplýsingar þínar“. Þessi tilkynning gildir um persónuupplýsingar sem við söfnum gegnum:

a. Svæði

Við vinnum persónuupplýsingar þínar þegar þú heimsækir eða notar vefsvæði okkar (hvert um sig „svæði“). Svæðin okkar kunna að innihalda tengla á önnur vefsvæði sem við höfum ekki stjórn á. Teva ber ekki ábyrgð á persónuverndarstefnum eða -verklagi annarra vefsvæða. Við kunnum einnig að tengja á önnur vefsvæði sem eru rekin af Teva eða hlutdeildarfélögum Teva sem lúta öðrum persónuverndarstefnum. Ef þú heimsækir slík vefsvæði í gegnum svæðin okkar ættir þú að lesa persónuverndarstefnur slíkra vefsvæða svo þú skiljir hvernig þær safna, nota og deila upplýsingum þínum.

b. Athugun hagsmunaárekstra

Við munum vinna persónuupplýsingar þínar ef einn starfsmanna okkar hefur tilkynnt um mögulegan hagsmunaárekstur (þ.e. hvers konar stöðu þar sem persónulegir, félagslegir, fjárhagslegir, pólitískir eða aðrir hagsmunir eru látnir ganga framar hagsmunum Teva) sem varðar þig.

c. Hlutverk þitt sem heilbrigðisstarfsmaður

Teva safnar upplýsingum um heilbrigðisstarfsmenn þegar þú átt samskipti við okkur eða fulltrúa okkar.

Teva safnar einnig persónuupplýsingum frá ýmsum þriðju aðilum, einkum opinberum upplýsingum sem finna má í opinberum skrám yfir heilbrigðisstarfsmenn, útgefnum ritum og viðburðarefni og frá vefsvæðum heilbrigðisstarfsmanna eða vinnuveitenda þeirra. Teva safnar og vinnur slíkar opinberar upplýsingar aðeins að því marki sem slík söfnun og vinnsla samræmist upphaflegum tilgangi þess að viðkomandi upplýsingar voru gerðar opinberar. Teva notar einnig upplýsingar frá þriðju aðilum sérstaklega í þeim tilgangi að auka þekkingu sína á heilbrigðisgeiranum. Slíkar upplýsingar eru til dæmis upplýsingar um starf þitt, menntun og hæfi, sérgrein, vinnuveitanda, reynslu, útgefin rit og aðrar upplýsingar sem varða starf þitt.

d. Athugun birgja

Þegar þú átt samskipti við Teva sem birgir eða ef þú ert starfsmaður hjá birgi Teva, munum við vinna persónuupplýsingar þínar, þ.m.t. upplýsingar um nafn þitt, kennitölu, faglega tengiliði, bankareikningsupplýsingar og aðrar tengdar upplýsingar og fjárhagsupplýsingar.

2. Hvernig við notum upplýsingar þínar

Við vinnum persónuupplýsingar sem við söfnum í tengslum við svæðin okkar í eftirfarandi tilgangi:

 • með samþykki þínu:
  • veita þér upplýsingar um starfsemi, vörur eða þjónustu Teva í beinu markaðssetningarskyni með tölvupósti, og
  • til að koma vafrakökum eða svipaðri tækni fyrir, eins og lýst er í kaflanum hér á eftir sem ber yfirskriftina „Vafrakökur og svipuð eftirfylgnitækni“.
 • til að gera okkur kleift að framfylgja lögmætum viðskiptahagsmunum okkar, einkum:
  • til að svara fyrirspurnum þínum eða öðrum skilaboðum sem þú sendir í gegnum svæðin,
  • til að greina notkun svæða okkar í því skyni að bæta stöðugt innihald þeirra og mæla frammistöðu, og
  • til að hámarka og sníða notkun svæða okkar og samskipti okkar að þér.

Ef þú fellur undir athugun hagsmunaárekstra,

munum við vinna persónuupplýsingar þínar:

 • til að gera okkur kleift að framfylgja lögmætum viðskiptahagsmunum okkar, einkum:
 • til að framkvæma athugun og mat á hagsmunaárekstrum, ef starfsmaður Teva hefur tilkynnt um mögulegan hagsmunaárekstur milli þín og Teva, og halda skrá yfir slíka hagsmunaárekstra, og
 • til að gera viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við slíkum hagsmunaárekstrum.

Ef þú ert heilbrigðisstarfsmaður,

munum við einnig vinna persónuupplýsingar þínar:

 • með samþykki þínu ef það er skylt samkvæmt lögum, til að hafa samband við þig eða veita þér á annan hátt upplýsingar varðandi vörur og viðburði Teva.
 • til að gera okkur kleift að framfylgja lögmætum viðskiptahagsmunum okkar, einkum:
  • til að þróa og viðhalda sambandi okkar við þig og öðlast betri skilning á heilbrigðisgeiranum,
  • nema skylt sé að afla samþykks samkvæmt lögum, til að hafa samband við þig eða veita þér á annan hátt upplýsingar varðandi vörur og viðburði Teva,
  • til að sníða samskipti okkar að þér með tilliti til sérfræðiþekkingar þinnar og faglegs áhugasviðs þíns,
  • til að greina notkun þína á svæðunum okkar, áhugasvið og reynslu þína, og safna upplýsingum í tengslum við símhringingar eða heimsóknir frá fulltrúum okkar,
  • til að framkvæma og fylgja eftir þjálfunar-, upplýsinga- og samskiptaaðgerðum, til dæmis til að bjóða þér á málþing, ráðstefnu, málstofu, rökræðufund og til að framkvæma markaðsrannsóknir, vísindasamvinnu eða rannsóknir,
  • áður en við gerum samning um persónulega þjónustu við þig, til að athuga hvort fagleg þekking og reynsla þín passi við skilgreinda þörf okkar á þeirri þjónustu (í sumum tilfellum er þetta lagaleg skylda), og
  • til að meta kaup sem þú hefur framkvæmt og aðrar upplýsingar sem er safnað frá þér, þ.m.t. markaðssetningarkjörstillingar þínar og hvernig þú vafrar um tiltekin svæði okkar (aðeins þar sem við á).
 • til að hlíta lagalegum skyldum okkar:
  • áður en við gerum samning um persónulega þjónustu við þig, til að athuga hvort fagleg þekking og reynsla þín passi við skilgreinda þörf okkar á þeirri þjónustu.
 • ef við gerum samning við þig, til að efna þann samning, einkum:
  • til að efna skuldbindingar okkar við þig samkvæmt slíkum samningi, t.d. til að afgreiða pantanir þínar og framkvæma greiðslur til þín, og
  • til að afgreiða pantanir, spurningar og kvartanir varðandi vörur ef þú hefur lagt fram pöntun, spurningu eða kvörtun.

Ef þú ert birgir eða starfsmaður birgis,

munum við vinna persónuupplýsingar þínar:

Við munum einnig framkvæma almenna vinnslu persónuupplýsinga:

 • með samþykki þínu eins og lýst er í samþykki sem við öflum frá þér,
 • til að afgreiða spurningar eða kvartanir sem þú kannt að hafa varðandi Teva eða starfsfólk Teva (þetta þjónar lögmætum hagsmunum okkar),
  • til að uppfylla lagalegar (þ.m.t. skatta- og bókhaldsskyldur okkar), skráningar-, lyfjagátar- og regluvörsluskyldur okkar, einkum til að svara upplýsingum frá opinberum aðilum,
  • til að hlíta öllum lagalegum skyldum og skyldum um eigið eftirlit, þ.m.t. skyldum um gagnsæi og upplýsingagjöf eða skilyrðum sem leggja bann við gjafagerningum (þetta getur ýmist verið í þágu lögmætra hagsmuna okkar eða lagaleg skylda),
  • til að meðhöndla og svara beiðnum varðandi læknisfræðilegar upplýsingar (þetta getur ýmist verið í þágu lögmætra hagsmuna okkar eða lagaleg skylda), og
  • til að nota upplýsingar í tengslum við úrlausn ágreiningsmála, lagalegar kröfur, regluvörslu, eða í skráningar- og rannsóknarskyni eftir því sem Teva telur nauðsynlegt (þ.m.t. birting slíkra upplýsinga í tengslum við lagalega málsmeðferð eða málaferli) (þetta getur ýmist verið í þágu lögmætra hagsmuna okkar eða lagaleg skylda).

Við munum einnig framkvæma almenna vinnslu persónuupplýsinga:

 • með samþykki þínu eins og lýst er í samþykki sem við öflum frá þér,
 • til að afgreiða spurningar eða kvartanir sem þú kannt að hafa varðandi Teva eða starfsfólk Teva (þetta þjónar lögmætum hagsmunum okkar),
 • til að uppfylla lagalegar (þ.m.t. skatta- og bókhaldsskyldur okkar), skráningar-, lyfjagátar- og regluvörsluskyldur okkar, einkum til að svara upplýsingum frá opinberum aðilum,
 • til að hlíta öllum lagalegum skyldum og skyldum um eigið eftirlit, þ.m.t. skyldum um gagnsæi og upplýsingagjöf eða skilyrðum sem leggja bann við gjafagerningum (þetta getur ýmist verið í þágu lögmætra hagsmuna okkar eða lagaleg skylda),
 • til að meðhöndla og svara beiðnum varðandi læknisfræðilegar upplýsingar (þetta getur ýmist verið í þágu lögmætra hagsmuna okkar eða lagaleg skylda), og
 • til að nota upplýsingar í tengslum við úrlausn ágreiningsmála, lagalegar kröfur, regluvörslu, eða í skráningar- og rannsóknarskyni eftir því sem Teva telur nauðsynlegt (þ.m.t. birting slíkra upplýsinga í tengslum við lagalega málsmeðferð eða málaferli) (þetta getur ýmist verið í þágu lögmætra hagsmuna okkar eða lagaleg skylda).

Í þeim tilfellum þar sem við söfnum persónuupplýsingum til að efna samning okkar við þig eða til að uppfylla lagalegar skyldur okkar er það skylda og ekki er víst að við getum efnt samninginn eða uppfyllt lagalega skyldur okkar við þig eða þriðju aðila (svo sem lögboðin upplýsingagjöf eða skatta- og og bókhaldsskyldur) án þessara upplýsinga. Í öðrum tilfellum er veiting umbeðinna persónuupplýsinga valfrjáls, en það kann að hafa áhrif á möguleika þína til að fá tiltekna þjónustu eða taka þátt í tiltekinni starfsemi ef slíkra upplýsinga er þörf í því skyni.

Lögmætir hagsmunir

Þú getur fengið nánari upplýsingar um jafnvægismat Teva á lögmætum hagsmunum með því að hafa samband við okkur á heimilisfanginu sem er tilgreint undir fyrirsögninni „Réttindi þín“ hér að neðan.

Að deila persónuupplýsingum þínum

Teva deilir persónuupplýsingum þínum með neðangreindum flokkum viðtakenda (í öllum tilvikum, aðeins að því marki sem nauðsynlegt er svo þeir geti sinnt skyldum sínum):

 • starfsfólki (þ.m.t. starfsmönnum og ytri ráðgjöfum), faglegum ráðgjöfum og umboðsmönnum okkar,
 • öðrum sviðum og fyrirtækjum innan fyrirtækjasamstæðu Teva á heimsvísu, svo sem Teva Pharmaceuticals Industries Ltd. í Ísrael, Teva Pharmaceuticals Europe B.V., Teva Croatia (PLIVA HRVATSKA), Teva Romania og Teva Pharmaceuticals USA Ltd, sem veita aðstoð og hýsingu á sviði upplýsingatækni auk annarrar samstæðuþjónustu á borð við mannauðsstjórnun, stjórnun fjármála og aðra þjónustu,
 • þriðju aðilum sem vinna persónuupplýsingar þínar fyrir hönd Teva og sem eru skuldbundnir samkvæmt samningi að fara með persónuupplýsingar þínar sem trúnaðarmál og tryggja öryggi þeirra, svo sem:
  • fyrirtækjum sem veita upplýsingatækniþjónustu, vefsíðuhýsingu, viðskiptavenslaumsjón, atburðastjórnun og greiningarþjónustu,
  • í tilviki birgja og persónuupplýsinga starfsmanna birgja, fyrirtækjum sem veita umsýslu-, ráðgjafar- og skipulagningarþjónustu, fjárfestingarfyrirtækjum í skyni fríðindastýringar, og fyrirtækjum sem veita þjálfunarþjónustu,
  • fyrirtækjum sem veita fyrirspurnar- og aðra gagnagrunnshýsingu og -þjónustu
  • fyrirtækjum sem veita ýmis konar mannauðs-, ferða- og umsýsluþjónustu.
 • opinberum aðilum (þ.m.t. skattayfirvöldum), eftirlitsstofnunum og löggæsluyfirvöldum, ef þess er þörf í framangreindum tilgangi, ef það er skylt samkvæmt lögum, eða ef það er nauðsynlegt til að verja lögmæta hagsmuni okkar í samræmi við gildandi lög.
 • ef þú ert heilbrigðisstarfsmaður, viðeigandi eftirlitsaðilum á borð við EMA og eftirlitsaðilum fyrir fyrirtæki í lyfjaiðnaði á borð við EFPIA,
 • þeim þriðju aðilum sem við fáum persónuupplýsingar frá, ef við þurfum að staðfesta og höfum samþykkt að aðstoða þá við að staðfesta nákvæmni upplýsinga (ef þú ert heilbrigðisstarfsmaður kunnum við t.d. að deila persónuupplýsingum með slíkum þriðju aðilum ef við fáum upplýsingar um að þú hafir fært þig til í starfi),
 • í tengslum við framkvæmd samskipta okkar, verndun lögmætra hagsmuna okkar eða efndir lagalegra skyldna okkar kunnum við að deila persónuupplýsingum þínum með þjónustuveitendum á borð við banka, póstþjónustuveitendur, lögmenn, endurskoðendur o.s.frv. Þegar við eigum viðskipti við slíka þjónustuveitendur krefjumst við þess að þeir hlíti viðeigandi reglum og lögum um persónuvernd í einu og öllu, svo og þeim tilteknu reglum sem gilda um starfsemi þeirra og um vernd upplýsinga sem þeir vinna í tengslum við þá starfsemi,
 • ef fyrirtækið er selt eða sameinað öðru fyrirtæki, mögulega ráðgjöfum okkar, ráðgjöfum hugsanlegra kaupenda og nýjum eigendum fyrirtækisins eða þriðju aðilum (og ráðgjöfum) sem við kunnum að sameinast eða kaupa í framtíðinni.

Í öllu falli mun Teva ekki selja, leigja eða dreifa nokkrum persónuupplýsingum til þriðja aðila eða veita þriðja aðila aðgang að persónuupplýsingum í viðskiptalegum tilgangi.

Vafrakökur og skyld eftirfylgnitækni

Notkun vafrakaka á svæðinu

Teva notar vafrakökur til að safna upplýsingum um þig og vista netkjörstillingar þínar. Vafrakökur eru textaskrár sem innihalda lítið magn upplýsinga sem er hlaðið niður á tækið þitt þegar þú heimsækir vefsvæði. Síðan eru vafrakökur sendar aftur á vefsvæðið þegar þú heimsækir það aftur: þetta er gagnlegt því það gerir vefsvæðinu kleift að þekkja tækið þitt. Nánari upplýsingar um vafrakökur er að finna á www.allaboutcookies.org

Ef þú vilt eyða vafrakökum sem eru þegar á tölvunni þinni skaltu lesa leiðbeiningarnar sem er að finna í hjálparhluta vafrans þíns um hvernig þú getir fundið skrána eða skráasafnið sem geymir vafrakökur.

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig sé hægt að eyða eða stýra vafrakökum á www.allaboutcookies.org. Vinsamlegast athugaðu að ef þú eyðir vafrakökum okkar (eða afþakkar að fá vafrakökur í framtíðinni) er ekki víst að þú getir fengið aðgang að tilteknum hlutum eða eiginleikum svæðisins.

Teva notar eftirfarandi flokka vafrakaka á svæðinu:

Flokkur 1: Nauðsynlegar vafrakökur

Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar til þess að vefsíðan virki og ekki er hægt að slökkva á þeim í kerfunum okkar. Þær eru venjulega aðeins stilltar til að bregðast við aðgerðum sem þú hefur gert sem nema beiðni um þjónustu, svo sem að stilla persónuverndarstillingar þínar, skrá þig inn eða fylla út eyðublöð. Þú getur stillt vafrann þinn þannig að hann loki á þessar vafrakökur eða geri þér viðvart, en þá munu sumir hlutar vefsíðunnar ekki virka.

Flokkur 2: Vafrakökur til að mæla notkun

Þessar vafrakökur safna upplýsingum um hvernig fólk notar svæðið. Við notum þessar vafrakökur m.a. til að hjálpa okkur að skilja hvernig viðskiptavinir finna, vafra um eða nota svæðið og til að átta okkur á hvað sé hægt að bæta, t.d. hvernig farið er af einni síðu á aðra, notendaupplifun og markaðssetningarherferðir. Upplýsingarnar sem við söfnum eru aðeins notaðar til að bæta virkni svæðisins. Við notum m.a. Google Analytics til að öðlast betri skilning á því hvernig viðskiptavinir nota svæðið. Ef þú vilt ekki að Google Analytics sé notað í vafranum þínum getur þú sett upp þessa Google viðbót: https://tools.google.com/dlpage/gaoptout?hl=en_GB.

Flokkur 3: Vafrakökur sem greiða fyrir ákveðinni virkni

Þessar vafrakökur eru stilltar til að auka virkni og sérsnið á vefsíðunni.
Þessar vafrakökur muna valstillingar þínar (á borð við tungumálastillingar). Það nýtist síðan til að veita þér upplifun sem hæfir stillingum þínum og sníða heimsóknir þínar á svæðið að þínum þörfum. Hægt er að gera upplýsingarnar sem þessar vafrakökur safna nafnlausar og ekki er hægt að nota þær til að fylgjast með notkun þinni á öðrum vefsvæðum.

Flokkur 4, vafrakökur vegna samfélagsmiðla:

Á svæðinu okkar er að finna hnappa sem gera þér kleift að tengjast eftirfarandi samfélagsmiðlum þriðju aðila Facebook og Linkedin. Þegar þú veitir samþykki fyrir því að við sendum persónuupplýsingar þínar til þessara aðila eða þegar þú smellir á þessa tengihnappa, þá samþykkir þú að tækið muni tengjast viðkomandi vefsvæðum og tækisupplýsingar og aðrar upplýsingar um heimsókn þína verða sendar viðeigandi samfélagsmiðli til að veita mælingarþjónustu, markmiðaðar auglýsingar og í öðrum þeim tilgangi sem greinir í persónuverndarstefnu þeirra (ásamt upplýsingum um réttindi og valkosti til verja friðhelgi þína). Hægt er að sjá þær á eftirfarandi slóðum: http://www.facebook.com/policy.php; https://www.linkedin.com/legal/privacy-policy.

Við berum ekki ábyrgð á síðari notkun þeirra á persónuupplýsingum þínum eða persónuupplýsingum sem þú veitir þeim þegar þú yfirgefur vefsvæði okkar. Ef þú vilt nýta réttindi þín sem skráður aðili yfir persónuupplýsingum sem er deilt með samfélagsmiðlasíðu þriðja aðila getur þú haft samband við okkur á EUprivacy@tevaeu.com, Linkedin eða Facebook eins og fram kemur í persónuverndarstefnu þeirra. Til að afturkalla samþykki þitt skaltu smella á tengilinn til að stýra vafrakökustillingum þínum.

Flokkur 5: Auglýsingakökur:

Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugasvið þín. Þær eru einnig notaðar til að takmarka hversu oft þú sérð auglýsingu og til að mæla virkni auglýsingaherferða. Þeim er oft komið fyrir af auglýsingafyrirtækjum með leyfi okkar. Þær muna að þú hefur heimsótt svæðið og þessum upplýsingum er deilt með öðrum fyrirtækjum á borð við auglýsendur.

Varðveislu tími

Þar sem við setjum vafrakökur beint, geymum við upplýsingar sem safnað er frá vafrakökum í mesta lagi í 6 mánuði.

Notkun vefvita

Sumar síður á svæðinu okkar og tölvupóstar sem kunnum að senda kunna að innihalda rafrænar myndir sem eru kallaðar vefvitar (e. web beacons) (stundum eru þær kallaðar hreinar gif-myndir) sem gera okkur kleift að telja notendur sem heimsækja þessar síður eða lesa tölvupósta okkar. Vefvitar safna aðeins takmörkuðum upplýsingum, þar á meðal fjölda vafrakaka, dagsetningu og tíma þegar síða er skoðuð og lýsingu á síðunni þar sem vefviti er staðsettur. Þessir vefvitar hafa ekki að geyma neinar persónuupplýsingar og eru aðeins notaðir til að mæla árangur tiltekinnar auglýsingaherferðar.

Hvernig við geymum upplýsingar þínar

Ef við erum með samning við þig verða persónuupplýsingar þínar varðveittar á meðan samningurinn er í gildi og í eins langan tíma eftir að samningurinn fellur úr gildi og hæfilegt er í þínu landi til að veita okkur vörn gegn hvers konar lagalegri kröfu.

Að öðrum kosti verða upplýsingar þínar varðveittar í tvö ár, eftir því sem eðlilegt og nauðsynlegt er í framangreindum tilgangi, í samræmi við gildandi lög. Þú getur fengið nánari upplýsingar um þínar tilteknu aðstæður með því að hafa samband við EUPrivacy@tevaeu.com.

Trúnaður og öryggi persónuupplýsinga þinna

Teva tryggir heilleika gagna með því að nota viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir óheimila eða ólöglega vinnslu persónuupplýsinga og/eða óviljandi tap, birtingu, aðgang eða óviljandi eða ólöglega eyðingu eða misnotkun persónuupplýsinga. 

Réttindi þín – aðeins fyrir Evrópu

Þér kann að vera heimilt samkvæmt gildandi lögum að biðja Teva um afrit af upplýsingum til að leiðrétta þær, eyða þeim eða takmarka vinnslu þeirra, eða til að biðja okkur að flytja hluta þessara upplýsinga til annarra fyrirtækja. Þú kannt einnig að eiga rétt á að andmæla tiltekinni vinnslu. Þessi réttindi kunna að vera háð takmörkunum í einhverjum tilvikum – til dæmis ef við getum sýnt fram á að okkur beri lagaleg skylda til að vinna persónuupplýsingar þínar.

Sem gestur/notandi vefsvæðisins er þér ekki skylt að veita persónuupplýsingar þínar nema þú kjósir að gera það. Ef þú ákveður að veita ekki persónuupplýsingar þínar er þó hugsanlegt að við getum ekki framkvæmt þær aðgerðir sem lýst er undir fyrirsögninni „Hvernig við notum upplýsingar þínar“. Ef þú hefur veitt samþykki fyrir vinnslu upplýsinga þinna getur þú afturkallað slíkt samþykki hvenær sem er án þess að það hafi áhrif á lögmæti vinnslunnar sem framkvæmd var á grundvelli samþykkisins áður en það var afturkallað.

Þú átt skilyrðislausan rétt til að synja um leyfi til vinnslu í skyni beinnar markaðssetningar hvenær sem er. Þú getur gert það með því að fylgja leiðbeiningunum sem koma fram í skilaboðunum ef um er að ræða rafræn skilaboð eða með því að hafa samband við okkur með þeim leiðum sem greinir hér að neðan. Fyrir tiltekin svæði er hugsanlegt að þú getir einnig breytt tilteknum markaðssetningarstillingum á netinu.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig við vinnum persónuupplýsingar þínar eða vilt nýta einhver réttinda þinna eða vilt fá aðrar upplýsingar, svo sem afrit af jafnvægismati lögmætra hagsmuna, getur þú haft samband við persónuverndarsvið Teva með því að senda okkur skilaboð. Ef því býrð í Evrópu getur þú haft samband við okkur á EUPrivacy@tevaeu.com. Fyrir öll önnur landsvæði, vinsamlegast hafðu samband við okkur á IL_Privacy.Tevail@teva.co.il. Við vonum að við getum svarað öllum spurningum sem þú kannt að hafa um hvernig við vinnum persónuupplýsingar þínar. Ef þú færð hins vegar ekki fullnægjandi svör við einhverjum spurninga þinna átt þú einnig rétt á að senda kvörtun til persónuverndaryfirvalda á þeim stað þar sem þú býrð, vinnur eða telur að persónuverndarbrot hafi átt sér stað.

Flutningar milli landa

Teva rekur alþjóðlega starfsemi og mun flytja upplýsingar þínar til þeirra viðtakenda sem eru tilgreindir undir fyrirsögninni „Að deila persónuupplýsingum þínum“ í löndum utan landsins þíns og utan Evrópska efnahagssvæðisins, þ.á.m. til Ísrael og Bandaríkjanna. Við flutning upplýsinga þinna til Ísrael reiðir Teva sig á ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um fullnægjandi vernd vegna flutnings upplýsinga frá Evrópusambandinu til Ísrael. Við flutning til annarra landa utan EES reiðir Teva sig almennt á viðurkennd stöðluð samningsákvæði framkvæmdastjórnar ESB. Hægt er að fá upplýsingar um viðeigandi ferli með því að senda beiðni þess efnis á EUprivacy@tevaeu.com.

Breytingar á þessari tilkynningu

Þessi tilkynning getur tekið breytingum öðru hvoru. Teva mun birta uppfærða útgáfu þessarar tilkynningar á þessari síðu og mun að öðru leyti tilkynna um breytingar á viðeigandi hátt.

 

Uppfært: Desember 2019