Heilsuefling samfélaga

Teva telur heilbrigt samfélag þar sem einstaklingar hafa aðgang að úrræðum og aðbúnaði sem gerir þeim kleift að lifa eins heilbrigðu lífi og hægt er. Við leggjum okkur fram um að rækta heilbrigði samfélaga um allan heim, hvað varðar vörur okkar og fleira—með því að setja sjúklinga í öndvegi í öllu sem við gerum. Sjónarmið og reynsla sjúklinga hvetja okkur til að styðja við heildræna umönnun og takast á við brýnan heilsufarsvanda um allan heim. Með því að þróa heilbrigðari samfélög getum við stutt fólk um allan heim í þeirra eigin vegferð í átt að heilbrigði og um leið skapað verðmæti bæði fyrir samfélagið og fyrirtækið.

Við stuðlum að heilbrigðum samfélögum með auknu aðgengi að meðferðum á viðráðanlegu verði, eflingu vísinda og nýsköpun, samtali við sjúklinga, umönnunaraðila og heilbrigðisstarfsmenn og með því að setja heilbrigðismál í forgang á heimsvísu.

Aðgengi og viðráðanlegt verð

Okkar skoðun er sú að allir eigi að hafa aðgengi að gæðalyfjum. Við erum leiðandi í framleiðslu samheitalyfja og einsetjum okkur að framleiða vönduð lyf á viðráðanlegu verði fyrir sem flesta sjúklinga um allan heim. Hnattræn útboð og áætlanir um umönnun sjúklingagera okkur kleift að ná lengra í dreifingu samheitalyfja. Við gefum líka samfélögum sem eru í neyð lyfin okkar og erum í samstarfi við óhagnaðardrifin félög, stjórnvöld, heilbrigðisstofnanir og önnur fyrirtæki á okkar sviði, til að veita sjúklingum, umönnunaraðilum og samfélögum þá þjónustu sem þörf er á.

Vísindi og nýsköpun

Teva framleiðir ný sérlyf fyrir sjúklinga sem sumir hverjir eru með ómeðhöndlaða sjúkdóma eða sjúkdóma sem fá ófullnægjandi meðferð. Við þróum, einstaklingssníðum og bætum sérhæfða meðferð og leggjum okkur fram við rannsóknir og þróun sérhæfðra líftæknilyfja og líftæknilyfjahliðstæðna, flókinna lyfja sem eru framleidd úr lifandi frumum og lífverum. Þekking okkar nýtist einnig utan veggja fyrirtækisins—við miðlum af okkar einstöku sérfræðiþekkingu til fræðslu og valdeflingar staðbundinna samfélaga.

Þátttaka sjúklinga

Við leggjum metnað í að bæta líf sjúklinga umfram það að sjá þeim fyrir lyfjum. Við vitum að sjúklingar þurfa aðstoð við að framfylgja meðferðaráætlunum, að finna að þeir tilheyri samfélagi annarra með svipaða reynslu og fá aðgengi að nákvæmum upplýsingum á netinu. Við styðjum sjúklinga, umönnunaraðila og fagfólk á heilbrigðissviði með því að fjárfesta í rannsóknum sem auka skilning á sjónarmiðum sjúklinga, með fræðslu fyrir sjúklinga, með því að vekja athygli á sjúkdómum þeirra og með úrræðum og aðferðum sem miða að því að efla andlega, félagslega og sálræna vellíðan.

Forgangsröðun heilbrigðismála á heimsvísu

Nú stendur heimurinn frammi fyrir aðkallandi áskorunum í heilbrigðismálum og margar þeirra hafa áhrif á sjúklingana sem við þjónum. Sem stærsti framleiðandi sýklalyfja og leiðandi söluaðili margra lyfja á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar yfir lífsnauðsynleg lyf gerum við okkur grein fyrir okkar ábyrgð á að mæta þessum áskorunum. Við beitum sérfræðiþekkingu okkar og auðlindum til að skilja og takast á við vaxandi vandamál, svo sem smitlausa sjúkdóma og sýklalyfjaónæmi með samvinnu margra hagsmunaaðila, forystuhlutverki, samstarfi innan lyfjaiðnaðarins og úrræðum fyrir sjúklinga.