Gæði sem þú getur treyst

Frá þeim tíma sem rannsókn og þróun hefst og þangað til lyf okkar ná til sjúklinga er sú skuldbinding okkar að viðhalda gæðum óhaggandi.

Stórt alþjóðlegt viðskiptanet Teva nær til u.þ.b. 25.000 starfsmanna á 70 framleiðslustöðum í yfir 30 löndum 01

Skrifstofur Teva á Íslandi eru til húsa í Hafnarfirði. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi og má þar finna sölu- og markaðssvið Teva á Íslandi, alþjóðlegar stoðeiningar, m.a. á sviði lyfjaskráninga, gæðamála og fjármála, auk höfuðstöðva Medis sem selur lyf og lyfjahugvit til þriðja aðila.

Hjá Teva á Íslandi starfa rúmlega 100 manns með fjölbreytta menntun, starfsreynslu og bakgrunn, m.a. á sviði vísinda, heilbrigðismála og viðskipta.

Teva sameinar alþjóðlega rannsóknar- og þróunargetu sína í samheita- og sérlyfjum til að mæta þörfum sjúklinga.

Við miðum að því að skila hágæða samheita- og sérlyfjum á ólíka markaði - hratt og örugglega.

Teymin sem láta þetta verða að veruleika vinna á ólíkum sviðum þ.m.t. í rannsókn og þróun, gæðatryggingu, reglusviði, vísinda- og tæknisviði, þjónustu við viðskiptavini, markaðssetningu og sölu.

Teva nýtur góðs af því að vera lóðrétt samþætt (vertically integrated) sem þýðir að framleiðsla meirihluta virku lyfjaefna okkar er unnin í okkar eigin framleiðslufyrirtæki fyrir virk lyfjainnihaldsefni, Teva api. Í raun veitir Teva api einstakan aðgang að algengum og sjaldgæfum virkum lyfjaefnum frá þróunarstigi sem gerir okkur kleift að koma snemma með samheitalyf á markað.

Gæðatrygging

Skuldbinding Teva um að viðhalda gæðum er óhaggandi og við framleiðum lyf aðeins samkvæmt hæstu gæða- og reglufylgnistöðlum. Þessi áhersla er til staðar á öllum stigum þróunar og framleiðslu lyfja okkar. Allir framleiðsluferlar okkar eru yfirfarnir og lyf eru prófuð og vottuð með notkun nýjasta prófunarbúnaðar í gegnum allt framleiðsluferlið sem tryggir að hæstu gæða- og reglufylgnistöðlum er fylgt.

Framleiðslusvið Teva er staðráðið í að hagræða alþjóðlegri birgðakeðju okkar sem best frá þeim tíma sem við fáum fyrsta hráefnið þangað til lyf okkar berast til sjúklinga. Við vitum að öruggt og hagkvæmt alþjóðlegt dreifingarkerfi er nauðsynlegt til að færa sjúklingum örugg gæðalyf sem virka þar og þegar þörf er á. Stórar hátæknidreifistöðvar gera okkur kleift að skila lyfjum sem eru fremst í sínum flokki hratt og örugglega.


  1. Back to contents.

    Byggt á 2018 Teva Global Operations internal data.

Deila þessari síðu á: