Meðferðarsvið

Yfirlit yfir helstu meðferðarsvið okkar

Miðtaugakerfið

Teva leggur áherslu á að framleiða lyf sem uppfylla þarfir sjúklinga og fjölskyldna sem glíma við miðtaugakerfisröskun.

Sem leiðandi aðili í meðferð á miðtaugakerfisröskun býður Teva upp á lyf til að meðhöndla sjúklinga með tauga- og taugahrörnunarsjúkdóma, verki og svefnvandamál í löndum um allan heim.

Teva er einnig að þróa nýstárleg úrræði í meðhöndlun á mígreni og samfélagslega ábyrgar verkjameðferðir.

Öndunarfærasjúkdómar

Teva leggur áherslu á að bjóða upp á hágæða meðferðir fyrir fólk sem þjáist af öndunarsjúkdómum, t.d. astma, ofnæmiskvefi og langvinnri lungnateppu. Nýstárleg nálgun okkar á meðhöndlun öndunarfærasjúkdóma miðast að því að bjóða upp á áhrifaríkar meðferðir með nýjum tækjabúnaði og lyfjum sem eru þróuð til að koma til móts við þarfir sjúklinga.

Teva leggur áherslu á að þróa og útbúa meðferðarúrræði sem koma til móts við tvö vandamál í þeim meðferðarúrræðum sem nú eru í boði fyrir öndunarsjúkdóma: 1) meðferðarfylgni og meðferðarheldni og 2) meðferð á astma sem ekki er hægt að meðhöndla þrátt fyrir notkun hefðbundinna meðferða.

Við meðhöndlun astma er markmiðið að halda astmanum í skefjum svo að fólk með astma geti haft góða lungnavirkni, sýni minni sjúkdómseinkenni og fái færri astmaköst. 

Teva framleiðir fjölda öndunarfæralyfja í dag. Við leggjum einnig áherslu á þróun á nýjum meðferðarúrræðum. Teva leggur áherslu á að samnýta styrkleika fyrirtækisins í sérlyfjum (þar með talið bæði smáum sameindum sem og líftæknilyfjum), tækjabúnaði og samheitalyfjum. 

Auk þeirra lyfja sem við bjóðum nú þegar upp á, er Teva að þróa úrval meðferðarúrræða með það að markmiði að auka vöruúrvalið og koma til móts við þær þarfir sem enn eru óuppfylltar í öndunarsjúkdómum.

Krabbameinslækningar

Við höfum mikil áhrif á líf sjúklinga með krabbamein. Við bjóðum upp á fjölmargar meðferðir, þar með talið mörg líftæknilyf sem eru hluti af þeim meðferðarúrræðum sem bjóðast krabbameinssjúklingum.

Mígreni og verkjameðferð

Teva býður upp á árangursríkar verkjameðferðir hjá fullorðnum sjúklingum með krabbamein, til að draga úr vöðvakrampa við stoðkerfisvandamál og til bráðrar meðferðar á verkjum og ógleði hjá fullorðnum sem þjást af mígrenihöfuðverk.

Lausasölulyf

Teva býður upp á fjölbreytt úrval lausasölulyfja. Upplýsingar um skráð lausasölulyf á Íslandi má finna á heimasíðu Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is.