Saga okkar

Höfum framleitt gæðalyf síðan 1901

Fyrirtækið sem heitir Teva í dag byrjaði sem lítið fyrirtæki í Jerúsalem 1901. Teva hefur vaxið umtalsvert á heimsvísu síðan þá og er í dag stærsti framleiðandi samheita- og sérlyfja í heiminum.

Árangur okkar hefur náðst vegna fólksins í fyrirtækinu og vinnumenningu, sem ávallt hefur haldið tryggð við lítillátt upphaf fyrirtækisins. Síðan Teva var stofnað hefur stjórnun þess einkennst af  þrautseigju, frumkvöðlaanda og metnaði til að bæta líf fólks.

Fyrirtækið sem heitir Teva í dag byrjaði sem lítið fyrirtæki í Jerúsalem 1901. Hið unga félag, nefnt eftir apótekurunum sem stofnuðu það, Salomon, Levin og Elstein Ltd., dreifði innfluttum lyfjum um svæðið með múl- og kameldýralestum.

Yfir komandi áratugi fékk vöxturinn innspýtingu þegar eftirspurn eftir lyfjum framleiddum á staðnum fór að aukast. Árið 1976 breytti fyrirtækið um nafn í Teva (hebreska orðið yfir „náttúra“) Pharmaceutical Industries Ltd.

Teva óx mikið um allan heim eftir fjölmarga vel heppnaða samruna við önnur fyrirtæki sem samþætti og jók á sérfræðiþekkingu okkar í nýsköpunar- og samheitalyfjum, sem og á nýjum meðferðarsviðum og mörkuðum. Í dag er Teva á meðal 15 stærstu lyfjafyrirtækja í heiminum, leiðandi á heimsvísu í samheita- og sérlyfjum.

Lærið meira um sögu Teva >


Heimild: Ársreikningur Teva 2019