Persónuverndarstefna Teva - Eftirlit með lyfjaöryggi (lyfjagát og gæðaeftirlit)

Skilgreiningar notaðar í þessari persónuverndarstefnu

„Meintilvik“ þýðir óumbeðinn, óviljandi eða skaðlegur atburður í sambandi við notkun á vöru frá Teva. Með tilliti til lækningatækja, vísar það einnig til „atvika“ og fyrir snyrtivörur til „alvarlegra óæskilegra áhrifa“, en til að auðvelda lestur verður aðeins hugtakið „meinvik“ notað í þessari stefnu.

„Aðili/aðilar“ á við sérhverja persónu, hlutafélag, sameignarfélag, samvinnuaðila eða annan aðila með yfirráð, undir yfirráðum Teva eða þar sem yfirráð eru sameiginleg. Yfirráð í þessum skilningi þýðir að ráðið sé yfir meira en 50% af almennum atkvæðisbærum hlutabréfum í félagi eða að eiga rétt á að skipa 50% eða fleiri af stjórnendum í nefndu hlutafélagi, sameignarfélagi, samvinnuaðila eða öðrum aðila.

„Persónuupplýsingar“ þýða upplýsingar í hvaða formi sem er sem hægt er að nota beint eða óbeint, út af fyrir sig eða í samblandi við einhverjar aðrar upplýsingar til að bera kennsl á persónu.

„Teva“ á við Teva Pharmaceutical Industries Ltd. sem er með aðalstarfsstöð sína í Dvorah Haneviah 124, Tel Aviv, Ísrael eða aðila þess (eða hvort tveggja), og er í þessari persónuverndarstefnu vísað til sem „við“, „okkur“ og „okkar“.

Teva og persónuvernd þín

Hjá Teva er öryggi sjúklinga mjög mikilvægt og við tökum örugga notkun á öllum vörum okkar alvarlega. Teva þarf að geta komist í samband við fólk sem hefur samband við Teva um vörur okkar í þeim tilgangi að fylgja eftir og afla nánari upplýsinga, veita svör við beiðnum eða senda umbeðið efni. Þessi persónuverndarstefna lýsir því hvernig við söfnum persónuupplýsingum til að geta gengt skyldu okkar varðandi eftirlit með öryggi allra vara okkar, þar á meðal allra lyfja okkar sem við markaðssetjum eða erum með í klínískri þróun (lyfjagát) og til að tryggja öryggi og gæði allra vara okkar.

Stefnan á einnig við um snyrtivörur, fæðubótarefni og lækningatæki þar sem samkvæmt íslenskum, evrópskum og alþjóðlegum reglum um slíkar vörur skulu þær einnig falla undir slíkt gæða- og öryggiseftirlit. Til að auðvelda lestur er aðeins vísað til lyfjaöryggis.

Umfang þessarar persónuverndarstefnu

Þessi persónuverndarstefna á við um upplýsingar sem við fáum frá þér eða söfnum um þig á netinu, með síma, faxi, tölvupósti eða pósti, eða sem hluta af reglum um lyfjagát eða gæðaskýrslur sem eiga við um Teva. Við gætum einnig safnað þessum upplýsingum um þig með sérstökum eyðublöðum sem þú sendir inn á síðu í eigu eða undir yfirráðum Teva.

Ef þú ert sjúklingur getur það gerst að okkur berist upplýsingar um þig frá þriðja aðila sem tilkynnir um meintilvik sem hefur haft áhrif á þig. Slíkir þriðju aðilar geta verið heilbrigðisstarfsmenn, lögmenn, ættingjar eða annar almenningur.

Upplýsingar sem við söfnum og hvers vegna við söfnum þeim

Teva ber lagaleg skylda til að safna tilteknum gögnum í almannaþágu í málefnum er varða lýðheilsu (EU GDPR ákvæði 9.2(i)). Lyfjafyrirtæki, sem markaðsleyfishafar fyrir vörur og í samræmi við lög, verða að halda eftir öllum skjölum er tengjast vörum í a.m.k. þann tíma sem markaðsleyfið gildir, að viðbættum 10 árum að þeim tíma loknum. Því eru persónuupplýsingar sem tengjast öryggi á vörum okkar geymdar þennan tíma.

Sjúklingar (þeir sem upplýsingarnar eru um)

Við söfnum upplýsingum um þig þegar þú eða þriðji aðili veitir okkur upplýsingar um meintilvik sem haft hefur áhrif á þig eða annan aðila. Ef þú tilkynnir sjálf(ur) meintilvik, vinsamlega kynntu þér þá einnig kaflann um tilkynnendur.

Lög um lyfjagát krefjast af okkur að við höldum „nákvæmar skrár“ um sérhvert meintilvik sem okkur er tilkynnt um til að gera okkur kleift að meta atburðinn og flokka með öðrum meintilvikum sem skráð eru um vöruna. Þær persónuupplýsingar sem við kunnum að safna um þig þegar þú ert sá/sú sem meintilvikið varðar eru sem hér segir:

 • nafn eða upphafsstafir;
 • aldur og fæðingardagur;
 • kyn;
 • þyngd og hæð;
 • nánari upplýsingar um vöruna sem olli viðbrögðum, þ.m.t. skammtinn sem þú hefur tekið eða þér var ávísað, ástæðuna fyrir því að þú tókst eða þér var ávísað vörunni og allar breytingar á skömmtuninni;
 • nánari upplýsingar um önnur lyf eða meðul sem þú ert að taka eða varst að taka á þeim tíma sem viðbrögðin áttu sér stað, þ.m.t. magnið sem þú hefur tekið eða þér var ávísað, hvaða tímabil þú tókst lyfið, ástæðuna fyrir því að þú tókst lyfið og breytingar á skömmtuninni;
 • nánari upplýsingar um meintilvikið sem þú varðst fyrir, meðhöndlun sem þú fékkst við þessum viðbrögðum svo og um langtímaáhrif sem viðbrögðin hafa haft á heilsu þína; og
 • önnur atriði sem skipta máli að mati tilkynnandans, þ.m.t. skýrslur frá rannsóknarstofum, lyfjasaga og heilsufarssaga.

Sumar þessar upplýsingar eru í lögum taldar vera „viðkvæmar persónuupplýsingar“ um þig. Þetta nær til allra upplýsinga sem segja okkur frá eftirfarandi um þig:

 • heilsu;
 • kynþætti;
 • trúarbrögðum; og
 • kynlífi.

Þessum upplýsingum er aðeins safnað þegar þær skipta máli og eru nauðsynlegar til að skrá viðbrögð þín og í þeim tilgangi að uppfylla skyldur okkar varðandi öryggi og lyfjagát og aðrar lagalegar skyldur. Þessar kröfur eru gerðar til að leyfa okkur og þar til bærum yfirvöldum (svo sem Lyfjastofnun Evrópu) að meta meintilvik og leitast við að koma í veg fyrir viðlíka atburði í framtíðinni.

Tilkynnendur

Við söfnum upplýsingum um þig þegar þú veitir okkur upplýsingar viðkomandi meintilviki sem þú tilkynnir um.

Lög um lyfjagát skylda okkur til að tryggja að meintilvik séu rekjanleg og hægt sé að nálgast frekari upplýsingar til eftirfylgni. Þegar þú tilkynnir um meintilvik verðum við að skrá nægilegar upplýsingar um þig til að gera okkur kleift að hafa aftur samband við þig. Þær persónuupplýsingar sem við kunnum að safna um þig þegar þú tilkynnir um meintilvik eru eftirfarandi:

 • nafn;
 • tengiliðaupplýsingar (sem gæti verið heimilisfang þitt, tölvupóstfang, sími eða faxnúmer);
 • starf (þessar upplýsingar geta ákvarðað hvaða spurninga um meinvikið þú verður spurð(ur) um, háð ætlaðri læknisfræðilegri þekkingu þinni); og
 • tengsl þín við þann sem tilkynningin á við um.

Í þeim tilfellum þar sem þú ert sá sem tilkynningin fjallar um kann þessum upplýsingum að verða bætt við þær upplýsingar sem þú gefur upp varðandi meintilvikið.

Hvernig við notum og deilum persónuupplýsingum

Við komum með til að nota og deila persónuupplýsingum til að gegna skyldu okkar varðandi lyfjagát sem hér segir:

 • rannsaka meintilvikið;
 • til að hafa samband við þig fyrir frekari upplýsingar um meintilvikið sem þú skýrðir frá;
 • flokka upplýsingarnar um meintilvikið með upplýsingum um önnur meintilvik sem Teva hefur fengið upplýsingar um til að greina öryggi framleiðslulotu, Teva-vöru eða virka efnisins í heild; og
 • skila skyldubundnum skýrslum til eftirlitsstofnana landsstjórnvalda og/eða svæðisstjórnvalda svo þau geti greint öryggi framleiðslulotu, Teva-vöru eða virka efnisins í heild, ásamt öðrum heimildum.

Einnig verður hægt að veita persónuupplýsingar þær sem safnað hefur verið frá þér með þessari persónuverndarstefnu til þriðja aðila þegar um er að ræða sölu, framsal, millifærslu eða yfirtöku á félaginu eða sérstakri vöru eða lækningasviði. Í því tilfelli myndum við krefja kaupanda, framsalshafa eða millifærsluaðila til að fara með slíkar persónuupplýsingar í samræmi við viðeigandi upplýsingaverndarlög.

Við kunnum einnig að koma til með að deila persónuupplýsingum með öðrum lyfjafyrirtækjum sem eru samstarfsaðilar okkar í sameiginlegri markaðssetningu eða dreifingu eða eru leyfissameigendur þar sem lyfjagátarskyldur okkar varðandi vöru krefjast samskipta um öryggisupplýsingar.

Við munum deila upplýsingum með landsstjórnvöldum og/eða svæðisstjórnvöldum eins og Lyfjastofnun Evrópu í samræmi við lög um lyfjagát. Við getum ekki stjórnað notkun þeirra á upplýsingum sem við deilum. Við vekjum hins vegar athygli á því að í þessum tilvikum deilum við engum persónugreinanlegum upplýsingum (eins og nöfnum eða tengiliðaupplýsingum), heldur deilum við aðeins dulkóðuðum upplýsingum þar sem persónugreinanlegar upplýsingar hafa verið afmáðar.

Við komum til með að birta upplýsingar um meintilvik (svo sem tilfellarannsóknir og samantektir); við munum afmá kennimerki úr öllum útgáfum svo að ekki verði hægt að bera auðveldlega kennsl á neinn einstakling.

Hnattrænn gagnagrunnur

Lyfjagátarskyldur okkar krefjast þess að við rýnum mynstur milli tilkynninga frá öllum löndum þar sem við markaðssetjum vörur okkar. Í því skyni er upplýsingum um meintilvik deilt innan Teva á heimsvísu gegnum heimsgagnagrunn Teva. Skýrslum frá þessum gagnagrunni um meintilvik er skilað til ýmissa eftirlitsstofnana, þ.m.t. til Eudravigilance gagnagrunnsins (sameiginlegs gagnagrunns Lyfjastofnunar Evrópu til að flokka og greina upplýsingar um grunuð meintilvik við lyfjum sem leyfð hafa verið á Evrópska efnahagssvæðinu) svo og öðrum gagnagrunnum sem krafist er samkvæmt lögum.

Réttindi þín

Þar eð öryggi sjúklinga er svo mikilvægt geymum við allar upplýsingar sem við söfnum um þig í skýrslu um meintilvik til að tryggja að við getum almennilega metið öryggi af vörum okkar til lengri tíma.

Fyrir Evrópu: Þú kannt að eiga heimtingu á því samkvæmt viðkomandi lögum að biðja Teva um afrit af upplýsingum þínum, leiðrétta þær, má út eða takmarka notkun þeirra eða biðja okkur að færa einhverjar af þessum upplýsingum til annarra stofnana. Þú kannt einnig að eiga rétt á að andmæla sumri notkun. Þessi réttur kann að vera takmarkaður í sumum tilfellum – t.d. þegar við getum sýnt fram á að okkur beri lagaskylda til vinna eða geyma persónuupplýsingar þínar. Þú getur nýtt þér þennan rétt þinn með því að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Teva (EU Data Protection Officer) í EUPrivacy@tevaeu.com.

Athugaðu að af lagalegum ástæðum getum við ekki útmáð upplýsingar sem safnað hefur verið sem hluta af skýrslu um meinvik nema þær séu rangar. Einnig kunnum við að koma til með að krefja þig um persónuskilríki áður en við hlítum beiðni um aðgang að eða leiðréttingu á persónuupplýsingum.

Við vonum að þú verðir ánægð(ur) með svör okkar við þeim spurningum sem þú kannt að hafa um það hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum þínum. Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum þínum getur þú haft samband við persónuverndarfulltrúa Teva: Fyrir Evrópu skaltu vinsamlegast hafa samband við okkur í EUPrivacy@tevaeu.com (fyrir Þýskaland skaltu vinsamlegast hafa samband við datenschutz@teva.de). Ef ekki hefur verið leyst úr áhyggjuefnum þínum áttu rétt á að kæra til persónuverndarstofnunar á þeim stað þar sem þú dvelur. Vinsamlega notaðu þennan hlekk til að sjá upplýsingar um hvernig þú hefur samband við persónuverndarstofnanir í Evrópu. Öll önnur svæði skulu vinsamlegast hafa samband við okkur í IL_Privacy.Tevail@teva.co.il.

Öryggismál

Teva hefur gert ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar fyrir glötun fyrir slysni, fyrir óheimilum aðgangi, notkun, breytingu eða birtingu. Því til viðbótar stuðlum við að gagnaöryggi, m.a. með aðgangsstýringu, öflugri upplýsingaöflun, geymslu og vinnsluferlum.

Alþjóðlegur flutningur gagna

Allir gagnagrunnar fyrir lyfjagát, þ.m.t. gagnagrunnurinn á heimsvísu, eru geymdir hjá Teva í Ísrael. Þeim er stjórnað og þeir studdir af upplýsingatækniteymi lyfjagátar Teva í Ísrael, Rúmeníu, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Teva hefur einnig ráðið gagnavinnslufyrirtæki á Indlandi (Accenture) til að slá inn gögn, til stjórnunar og gagnahreinsunar á takmörkuðum hluta af lyfjagátargagnagrunninum.

Fyrir Evrópu: Flutningar til Ísrael byggjast á hæfisákvörðun Evrópuráðsins (e. European Commission) fyrir Ísraelsríki. Flutningur til Indlands og Bandaríkjanna byggist á staðalákvæðum Evrópuráðsins eða sambærilegu byggt á gildandi persónuverndarlögum. Til að fá nánari upplýsingar um einhverjar af þessum flutningsaðferðum skaltu vinsamlegast hafa samband við IL_Privacy.Tevail@teva.co.il.

Breytingar á persónuverndarstefnunni

Ef við ákveðum að breyta ákvæðum þessarar persónuverndarstefnu efnislega munum við birta þær breytingar með auðsýnilegri tilkynningu á síðunni.

Samskiptaupplýsingar

Persónuupplýsingar eru sendar til Teva og hýst og geymdar á gagnagrunnum í gagnaverum í Ísrael sem er viðhaldið og í eigu Teva Pharmaceutical Industries Ltd., sem er ísraelskt félag með takmarkaða ábyrgð með höfuðstöðvar að Dvorah Haneviah 124, Tel Aviv, Israel:

Ef einhverjar spurningar eða áhyggjur vakna vegna þessarar persónuverndarstefnu skaltu vinsamlegast senda tölvupóst til evrópska persónuverndarfulltrúans okkar í EUPrivacy@tevaeu.com. Fyrir öll önnur svæði biðjum við þig um að hafa samband við okkur í IL_Privacy.Tevail@teva.co.il. Við munum gera það sem hægt er með góðu móti til að svara spurningum þínum sem fyrst og leysa vanda þinn.

 

Gildistaka: Nóvember 2020.

Share this article: