Lyfin okkar

Líklegt er að einhver sem þú þekkir lifi heilbrigðara lífi vegna lyfja frá okkur –kannski ert það þú. Við framleiðum 120 milljarða taflna og hylkja á hverju ári í yfir 70 lyfjaverksmiðjum um allan heim.

Á þessu augnabliki…

Er foreldri að nota lyf frá Teva við að hjálpa veiku barni að verða frískt. 

Er læknir að skrifa upp á lyf frá Teva til að hjálpa til við að bæta heilsu sjúklinga. 
Er lyfjafræðingur að ná í lyf frá Teva vitandi að lyf frá Teva uppfylla alla staðla um gæði og öryggi.

Teva er staðráðið í að útvega lyf sem þjóna fólki um allan heim, bæði lyfseðilsskyld lyf og lausasölulyf. Við bjóðum upp á hágæða samheita- og sérlyf fyrir sjúklinga sem eru með læknisfræðilega mjög ólíka sjúkdóma. Með því að skilja hvernig heilsa hefur áhrif á líf þitt hjálpar það okkur að uppgötva nýja möguleika.

Deila þessari síðu á: