Unnið hörðum höndum að því að halda lyfjadreifingu gangandi

Á meðan staða COVID-19 faraldursins er síbreytileg víðsvegar um heiminn leggjum við okkur fram um að sjá þeim 200 milljón sjúklingum, sem við þjónum um allan heim, fyrir fullnægjandi birgðum af lyfjum.

Neyðarástandið sem ríkir á heimsvísu í kringum COVID-19 truflar fjölskyldu-, atvinnu- og félagslíf fjölda fólks um allan heim.

Hjá Teva vinnum við hörðum höndum að því að halda dreifingu lyfja til sjúklinga og heilbrigðiskerfa gangandi. Þúsundir samstarfsfólks okkar hafa breytt starfsaðferðum sínum til þess að geta áfram unnið nauðsynlega vinnu við framleiðslulínur okkar, vöruhús og dreifingarkerfi.

Hér eru aðeins nokkur dæmi frá starfsstöðvum Teva víða um heim. Þú getur skoðað fleiri dæmi og fylgst með nýjustu fréttum með því að fara inn á LinkedIn aðgang Teva.

Birgðahald á nauðsynlegum lyfjum

Eitt af hverjum tíu uppáskrifuðum samheitalyfjum í Bandaríkjunum inniheldur vöru Teva 01. Til þess að mæta eftirspurn hafa starfshópar um öll Bandaríkin unnið hörðum höndum að því að halda aðfangakeðju og framleiðslulínum gangandi. Til dæmis hefur vöruhúsateymi Teva í Pennsylvaníu tekið á móti meira en 40 milljón einingum á mánuði og sent út meira en 25 milljón einingar á mánuði. Hjá teyminu er tíðni afhendingar á réttum tíma núna yfir 99%!

Í Evrópu jókst eftirspurnin frá heildsölum verulega þegar kórónuveiran fór að hafa áhrif á meginlandinu.

Í mars voru 15.000 vörubretti með 30 milljón lyfjapakkningum afhent viðskiptavinum í Þýskalandi og Austurríki. Dreifingarteymin og teymin í vöruhúsunum í báðum þessum löndum brugðust við tvöföldun pantana með því að endurskipuleggja vaktirnar sínar, starfsfólk kom af velvild til baka úr fríum fyrr en áætlað var og allir, allt frá lærlingum til stjórnenda, tóku á sig aukna ábyrgð.

Í Króatíu stöðvaði jarðskjálfti ekki einu sinni teymið í því að framleiða nauðsynleg lyf. En eins og Robert Frankovic, framleiðslustjóri, sagði: „Framleiðslan hætti ekki – sjúklingar sem þurfa vörurnar okkar eru í fyrirrúmi.“ Gert var við framleiðslulínurnar og þær gangsettar á ný á mettíma og leyfi til staðbundinnar notkunar fékkst fyrir sótthreinsi sem sárvantaði – sem að hluta til er verið að gefa til svæða þar sem hættuástand ríkir og til heilsugæslustöðva, í baráttunni við COVID-19.

Í Austurríki halda vöruflutningabílstjórararnir okkar áfram að vinna allan sólarhringinn til þess að tryggja að lyfin komist á áfangastað. Gerhard Riek, til dæmis, er áfram í sínu ómissandi hlutverki við lyfjadreifingu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónaveiru í ákveðnum landshlutum. Bílstjórar fá afhenta hanska, andlitsgrímur og hlífðarfatnað til að auka öryggi þeirra. Einnig hefur verið dregið verulega úr samskiptum milli manna með því að tryggja að pappírsvinna fari fram á netinu og að afferming sé aðeins framkvæmd af einum starfsmanni.

Í Suður-Ameríku hefur Teva-teymið í Chile lagt á sig gríðarlegt átak til að halda áfram starfsemi og mæta þörfum sjúklinga sem bíða eftir lyfjunum sínum. Framleiðsluverkstjórinn Paola Garrido sagði: „Ég er stolt af því hvernig teymið mitt vinnur, hvernig þau leggja sig fram við hvert smáatriði, tryggð þeirra og framlag - á starfssvæði sínu og í sínu daglega einkalífi. Allir leggja sig fram við sín daglegu störf til þess að ná til sjúklinganna okkar nógu fljótt.“

Vellíðan starfsfólks

Vellíðan starfsfólks er mjög áríðandi nú þegar við bregðumst við þessu neyðarástandi um allan heim. Við störfum af ábyrgð, með áherslu á heilsu og öryggi starfsfólks okkar.

Við höfum fækkað fólki á starfsstöðvum niður í þau sem teljast nauðsynlegt lágmark og er ekki er hægt að vinna í fjarvinnu. Við fylgjum staðbundnum ráðleggingum um samskiptafjarlægð og hlífðarbúnað og leiðbeiningum um hreinlæti, til þess að vernda okkar starfsfólk, fjölskyldur þeirra og samfélögin þar sem starfsemi okkar fer fram.


  1. Back to contents.

    IQVIA NPA Data (as of MAT Dec 2019)