Meira en í dag

Meira en í dag er stutt teiknimynd sem segir sanna sögu af ungu tónlistarkonunni Öru og vegferð hennar með MS (heila- og mænusigg). Hún var gerð fyrir alþjóðadag MS og er þakklætisvottur Teva til allra sem eru óþreytandi við að bæta líf fólks með MS. Hún er einnig gerð til að gleðjast yfir hversu langt MS-samfélagið hefur náð með tilliti til meðferðar og árangurs.

Saga Öru

Ara hélt að hún myndi tapa öllu vegna áhrifa MS á getu hennar til að spila tónlist. En með stuðningi taugasérfræðingsins, hjúkrunarfræðingsins og hennar ástkæra sambýlismanns Steve, hefur Ara getað haldið áfram að spila tónlistina sem hún elskar. Ara samdi og hljóðritaði sjálf lagið í teiknimyndinni „Meira en í dag“.

Árangri meðferðarþróunar við MS fagnað

Hjá Teva höfum við verið að þróa meðferð og veita fólki með MS stuðning í meira en 20 ár. Einkenni fólks með MS geta verið verulega mismunandi og geta haft mikil áhrif á líf fólks þó að það sé ekki sýnilegt öðru fólki. Við höfum séð aukinn ávinning fyrir fólk með MS á síðastliðnum áratugum, eftir því sem meðferð og stuðningur heldur áfram að þróast – og við kappkostum að halda þessu ferli áfram til að hjálpa fleiri sjúklingum eins og Öru, nú og í framtíðinni.